Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. nóvember 2015 08:00
Arnar Geir Halldórsson
Ryan Mason óttast ekki að missa Kane frá Tottenham
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Ryan Mason hefur ekki áhyggjur af því að liðsfélagi sinn, Harry Kane, sé í leit að nýju félagi.

Kane hefur verið á skotskónum að undanförnu eftir hljóðláta byrjun og hefur verið orðaður við lið á borð við Man Utd.

„Við erum mjög stöðugir og þegar þú lítur á toppleikmann eins og Harry (Kane). Hann vill vera hérna áfram og halda áfram að bæta sig.”

„Hann er bara 22 ára gamall. Hann er jarðbundinn og hann veit að Tottenham er besti staðurinn fyrir hann á þessum tímapunkti.”

„Kane er spenntur fyrir því sem við erum að gera hérna og vill vera þátttakandi í því. Það á við um alla leikmenn liðsins”,
segir Mason.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner