Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. maí 2015 22:19
Magnús Már Einarsson
3. deild: KFR með fullt hús eftir sigurmark í viðbótartíma
KFR sigraði Álftanes.
KFR sigraði Álftanes.
Mynd: Finnur Bjarki
KFR 1 - 0 Álftanes
1-0 Hjörvar Sigurðsson ('93)

KFR lagði Álftanes 1-0 í eina leik kvöldsins í 3. deild karla en leikið var á Hvolsvelli.

Hjörvar Sigurðsson skoraði eina markið í viðbótartíma og tryggði KFR stigin þrjú.

KFR er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki en liðið hefur blásið á hrakspár eftir að hafa verið spáð falli. Nýliðar Álftaness eru hins vegar með eitt stig eftir þrjár umferðir.

Þrír leikir eru á dagskrá í fjórðu deildinni á morgun eins og sjá má hér að neðan.

Á morgun:
14:00 Kári-Völsungur (Akraneshöllin)
15:00 KFS-Berserkir (Þórsvöllur V)
16:00 Reynir S.-Magni (K&G-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner