Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. júlí 2014 09:32
Magnús Már Einarsson
Ómar Friðriksson í Grindavík (Staðfest)
Mynd: Vikingur.net
Grindavík hefur fengið hægri bakvörðinn Ómar Friðriksson á láni frá Víkingi R. út tímabilið.

Ómar kom til Víkings frá KA eftir síðasta tímabil.

Ómar var í liði Víkings í byrjun móts þar sem hann spilaði fjóra leiki en hann hefur ekkert komið við sögu undanfarnar vikur.

Hann mun nú reyna að hjálpa Grindvíkingum í 1. deildinni en liðið er í næstneðsta sæti með 13 stig.

Næsti leikur Grindvíkinga er annað kvöld gegn BÍ/Bolungarvík sem situr í tíunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner