Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. júlí 2014 15:20
Magnús Már Einarsson
Ross Barkley fer ekki - Búinn að semja við Everton
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn ungi Ross Barkley hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við Everton.

Manchester City hefur sýnt Barkley áhuga að undanförnu og Everton ákvað að taka enga sénsa og gera nýjan samning við leikmanninn.

Hinn tvítugi Barkley var öflugur í liði Everton á síðasta tímabili en hann var verðlaunaður með sæti í enska landsliðshópnum sem fór á HM í Brasilíu.

Nýr samningur færir honum ríflega launahækkun en Barkley mun nú fá 65 þúsund pund í vikulaun (12,7 milljónir króna).

,,Að skrifa undir nýjan samning er draumur. Ég hef spilað með Everton nánast allt mitt líf," sagði Barkley eftir undirskriftina.
Athugasemdir
banner
banner
banner