Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. september 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Vonandi nær Costa leiknum gegn Arsenal
Mynd: Getty Images
Diego Costa verður í byrjunarliði Chelsea sem heimsækir Sporting Lisbon til Portúgals í Meistaradeildinni annað kvöld.

Jose Mourinho er þó ekki viss um að sóknarmaðurinn nái leik liðsins gegn Arsenal um helgina.

Costa er búinn að skora 8 mörk í 6 fyrstu deildarleikjum sínum með Chelsea og kom inná sem varamaður í 1-1 jafntefli gegn Schalke í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar.

,,Diego verður í byrjunarliðinu. Það er hætta á meiðslum en hann mun byrja. Við tökum áhættuna og látum hann spila," sagði Mourinho um leikinn gegn Sporting.

,,Vonandi fer allt vel og hann nær að jafna sig fyrir sunnudagsleikinn gegn Arsenal.

,,Þetta er mikilvægur leikur á morgun og ég ætla að tefla fram sterku liði til að ná réttum úrslitum. Ég ætla ekki að breyta neinu.

,,Ég er ekki að hugsa um leikinn gegn Arsenal. Ég er að hugsa um leikinn gegn Sporting og ég ætla að nota eins gott byrjunarlið og ég get."


Dider Drogba fer ekki með til Portúgals enda verður hann frá í eina til tvær vikur vegna ökklameiðsla.
Athugasemdir
banner
banner