Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 29. september 2015 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Ranger biðst afsökunar: Séð tvo vini deyja á skömmum tíma
Það vantar ekki flúrin á Nile Ranger.
Það vantar ekki flúrin á Nile Ranger.
Mynd: Twitter
Alltaf mikilvægt að vera vel merktur.
Alltaf mikilvægt að vera vel merktur.
Mynd: Instagram
Nile Ranger var talinn meðal efnilegustu sóknarmanna Bretlands þegar hann var yngri en er svo gott sem búinn að skemma ferilinn sinn með ýmsum heimskupörum í gegnum tíðina.

Ranger er 24 ára gamall og hefur ekki leikið fyrir Blackpool síðan í nóvember 2014. Ranger ólst upp í London þar sem hann var byrjaður að fremja glæpi og kominn í gengi á táningsaldri. Eftir að hafa verið rekinn úr unglingastarfi Southampton var Ranger fenginn til Newcastle þar sem hann lék yfir 50 deildarleiki á fjórum árum.

„Ég vil taka mér tíma í að skrifa þennan pistil því ég þarf að létta þessu af mér og koma frá mér," birti Ranger á Twitter.

„Ég hef séð tvo góða vini mína deyja á skömmum tíma og af því hef ég lært að lífið er of stutt og ég hef verið að taka því sem sjálfsögðum hlut.

„Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum þeim knattspyrnufélögum sem hafa gefið mér tækifæri til að upplifa það að vera atvinnumaður í knattspyrnu.

„Ég vil einnig biðja allra innan þessara félaga afsökunar á hegðun minni í fortíðinni. Ég hefði átt að gefa mig meira í verkefnin og vera betri fyrirmynd."


Samningur Ranger við Blackpool átti að renna út í sumar en félagið ákvað að framlengja hann um eitt ár þrátt fyrir mikil ósætti milli félagsins og leikmannsins.

Núna virðist Ranger vera að koma sér aftur í gang og segist ætla að taka knattspyrnunni alvarlega. Blackpool er í botnbaráttu ensku C-deildarinnar og hefur Neill McDonald, stjóri félagsins, enga trú á sóknarmanninum.

„Ég vil ekki hafa hann hérna. Hann á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu, ég veit ekki hvað hann er að gera hérna. Hann getur sett myndir á samskiptamiðla sem sýna hann hlaupa, en það þýðir ekki að hann sé að leggja sig fram í raun."



Athugasemdir
banner
banner