Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. apríl 2016 16:16
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Gumma skoraði í sigri Klepp
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sandviken 1 - 2 Klepp
0-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('3)
0-2 S. Vistnes ('62)
1-2 S. Jensen ('75)

Guðmunda Brynja Óladóttir gerði sitt fyrsta mark fyrir Klepp í norsku efstu deildinni er liðið lagði Sandviken að velli með tveimur mörkum gegn einu.

Þetta er annar sigur Íslendingaliðsins Klepp, sem er stýrt af Jóni Páli Pálmasyni, á tímabilinu og er liðið með sex stig eftir fimm leiki.

Guðmunda Brynja, sem hefur gert mjög góða hluti fyrir Selfoss hér á klakanum, hefur spilað í öllum leikjum tímabilsins og það tók hana aðeins þrjár mínútur að skora í sigrinum í dag.

Þá voru Þórunn Jónsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir í byrjunarliði Avaldsnes sem hafði betur gegn Trondheims-Orn. Avaldsnes er í þriðja sæti, með tólf stig af fimmtán mögulegum.
Athugasemdir
banner
banner