Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   lau 30. maí 2015 17:21
Þórir Karlsson
Jón Hálfdan: Við stefnum upp á við
Jón Hálfdán Pétursson
Jón Hálfdán Pétursson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Bí/Bolungarvík og HK mættust á Ísafirði í dag í 4. Umferð 1. deildar karla. Leikurinn endaði með 2-1 sigri heimamanna.
Fótbolti.net fékk Jón Hálfdán Pétursson í viðtal eftir leik og var hann himinlifandi með úrslitin.

„ Við erum gríðarlega ánægðir með að fá þrjú stig og kannski sérstaklega að skora mörk. En þrjú stig, við tökum öll þrjú stig sem við náum og þetta var bara baráttusigur í dag.“

Bí/Bolungarvík eru komnir af botni deildarinnar með sigrinum, og hafði Jón eftirfarandi að segja um það:

„Við stefnum upp á við og við ætlum að halda okkur í deildinni og það er markmiðið hjá okkur.“

Jón sýndi Bolvíkingnum unga Pétri Bjarnasyni mikið traust í dag og setti hann í byrjunarliðið. En Jón var mjög sáttur með spilamennsku hans í leiknum.

„Ég er sáttur með hans spilamennsku, hann skoraði eitt mark og svo lagði hann upp seinna markið, þannig hann á bara framtíðina fyrir sér eins og ungu strákarnir hérna. Hann hefur unnið vel undanfarið og átti skilið að koma inní byrjunarliðið.“

Ásgeir Guðmundsson fyrrverandi aðstoðarþjálfari félagsins var Jóni til aðstoðar í dag og spurði undirritaður Jón hvort Ásgeir ætti að fylla skarðið sem Nigel Quashie skildi eftir sig.

„Nei hann Ásgeir aðstoðar mig í dag og ég get gripið í hann þegar það á við og þegar hann er laus. Hann hjálpaði mér í dag og ég veit ekki hvort ég sleppi honum víst að það var sigur í dag þegar hann kom inn.“

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner