Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 30. maí 2015 12:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Football Italia 
Man Utd á eftir Higuain
Mynd: Getty Images
Manchester United hafa bæst við í kapphlaupið um Gonzalo Higuain, framherja Napoli.

Higuain er orðaður við Manchester United í Football Italia fjölmiðlinum í dag en hann er einnig orðaður við Arsenal og Atletico Madrid.

Frægt er þegar Higuain gekk til Napoli árið 2013 en þá voru sögusagnir á kreiki um að hann væri staddur í London að gangast undir læknisskoðun hjá Arsenal.

Ekkert varð úr því og Higuain fór til Napoli þar sem hann hefur skorað 27 mörk á leiktíðinni í 57 keppnisleikjum.

Framtíð Higuain er talin ráðast á síðustu umferðinni í Serie A, hvort að Napoli komist inn í Meistaradeildina. Napoli er fyrir síðustu umferðina þremur stigum á eftir Lazio, sem er í 3. sæti deildarinnar. Lokaumferðin verður því einstaklega spennandi þar sem að einmitt Lazio fer í heimsókn til Napoli.

Enska blaðið Metro greinir frá því að verðmiðinn á Higuain sé 42 milljónir punda, eða 60 milljónir evra ef að Louis van Gaal vill fá Higuain á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner