Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. júní 2016 08:21
Arnar Geir Halldórsson
Jose Antonio Reyes til Espanyol (Staðfest)
Yfirgefur uppeldisfélagið í annað sinn á ferlinum
Yfirgefur uppeldisfélagið í annað sinn á ferlinum
Mynd: Getty Images
Spænski kantmaðurinn Jose Antonio Reyes er genginn til liðs við spænska úrvalsdeildarfélagið Espanyol frá Evrópudeildarmeisturum Sevilla.

Þessi 32 ára gamli reynslubolti gerir tveggja ára samning við Espanyol en samningur hans við Sevilla var á enda runninn.

Reyes hefur leikið fyrir Arsenal, Real Madrid, Atletico Madrid og Benfica á farsælum ferli auk þess sem hann hefur leikið 21 landsleik fyrir Spánverja.

Hann er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Espanyol í sumar en áður hafði liðið samið við markvörðinn Roberto sem lék með Olympiacos á síðustu leiktíð.

Quique Sanchez Flores tók við stjórnartaumunum hjá Espanyol á dögunum en hann stýrði Watford í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

Athugasemdir
banner
banner
banner