Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. júlí 2014 10:17
Elvar Geir Magnússon
AS segir Cavani nálgast Manchester United
Edinson Cavani, sóknarmaður PSG.
Edinson Cavani, sóknarmaður PSG.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið AS segir að úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani sé að færast nær Manchester United. Margir efast um sannleiksgildi fréttarinnar.

Allavega er ein staðfest rangfærsla í fréttinni en sagt er að Cavani hafi ekki ferðast með PSG í æfingaferð til Hong Kong en á Twitter-síðu leikmannsins er augljóst að það er ekki satt.

Frakklandsmeistararnir í PSG vilja fá Angel Di Maria frá Real Madrid en sagt er að vegna fjárhagsreglna þurfi félagið þá að selja Cavani.

Úrúgvæski sóknarmaðurinn var látinn spila á kantinum á síðasta tímabili þar sem Zlatan Ibrahimovic var notaður í hans bestu stöðu. Lengi hafa verið í gangi sögur um að Cavani sé ósáttur við að vera spilaður út úr stöðu og að hans draumur sé að spila á Englandi.

Í herbúðum Manchester United eru Robin van Persie, Wayne Rooney, Danny Welbeck og Javier Hernandez svo margir efast um þörf félagsins á nýjum sóknarmanni.



Athugasemdir
banner
banner