Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 30. ágúst 2015 16:50
Arnar Geir Halldórsson
England: Swansea kom til baka og lagði Man Utd
Gomis sá um Man Utd
Gomis sá um Man Utd
Mynd: Getty Images
Swansea 2-1 Manchester Utd
0-1 Juan Mata ('48)
1-1 Andre Ayew ('61)
2-1 Bafetimbi Gomis ('66)


Fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk nú rétt í þessu þegar Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea fengu Man Utd í heimsókn.

Man Utd hafði ekki fengið á sig mark fyrir leikinn í dag og fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur á Liberty leikvangnum.

Það færðist aukið fjör í leikinn í síðari hálfleik en spænski miðjumaðurinn Juan Mata kom gestunum yfir snemma í síðari hálfleik eftir undirbúning Luke Shaw.

Forystan entist stutt því rúmum tíu mínútum síðar jafnaði Andre Ayew metin fyrir heimamenn. Hinn sjóðheiti Bafetimbi Gomis tryggði svo Swansea sigurinn þegar hann skoraði á 66.mínútu.Þriðja mark Gomis á tímabilinu en Sergio Romero leit illa út í markinu.

Wayne Rooney fékk kjörið tækifæri til að jafna metin undir lokin en var of lengi að athafna sig í vítateig Swansea og 2-1 sigur heimamanna í höfn.

Þetta er þriðji sigur Swansea á Man Utd í röð þar sem liðið vann báða leiki liðanna á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner