Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. september 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Wenger opinn fyrir því að taka við enska landsliðinu
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist vera opinn fyrir því að taka við enska landsliðinu í framtíðinni.

Hinn 66 ára gamli Wenger fagnar 20 ára starfsafmæli sínu hjá Arsenal á morgun en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

„Einn daginn, þegar ég er laus, af hverju ekki?" sagði Wenger aðspurður út í landsliðsþjálfarastarfið.

Sam Allardyce hætti með landslið Englands í vikunni eftir einungis 67 daga í starfi en Gareth Southgate hefur verið ráðinn tímabundið til að stýra liðinu í þeim leikjum sem eru eftir á þessu ári.

Southgate gæti fengið stöðuna til frambúðar en Wenger, Eddie Howe, Alan Pardew og Steve Brcue hafa einnig verið orðaðir við starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner