Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   fim 30. október 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Jói Kalli: Tel mig eiga 2-3 góð ár eftir
Jóhannes Karl ásamt þjálfarateymi Fylkis og þeim Ingimundi Níels Óskarssyni og Tómasi Joð Þorsteinssyni sem einnig sömdu í dag.
Jóhannes Karl ásamt þjálfarateymi Fylkis og þeim Ingimundi Níels Óskarssyni og Tómasi Joð Þorsteinssyni sem einnig sömdu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Mér líst vel á þessa hluti sem er verið að gera hérna í Árbænum," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson við Fótbolta.net eftir að hann skrifaði undir eins árs samning við Fylki í dag.

,,Eftir að hafa hitt forráðamenn félagsins og þjálfarana til að fara yfir hvað á að gera á næsta tímabili þá var þetta auðveld ákvörðun. Ég er spenntur að taka þátt í því verkefni."

Jóhannes Karl er 34 ára gamall og gerði eins árs samning. Verður næsta sumar hans síðasta tímabil á ferlinum?

,,Það er aldrei að vita. Ég tel mig eiga nóg eftir og það er fínt að gera ár í einu þegar maður er kominn á þennan aldur. Ég tel mig samt eiga 2-3 góð ár eftir."

Fylkir tapaði gegn Fram í lokaumferð Pepsi-deildarinnar og missti um leið af Evrópusæti. Sér Jóhannes Karl ekkert eftir að hafa unnið þann leik með Fram núna?

,,Það er sérstakt þegar maður pælir í því eftir á. Ef Fylkir hefði unnið þann leik værum við hérna í Evrópukeppni. Sá leikur fór eins og hann fór og maður sér aldrei eftir að vinna leiki."

Framarar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar. ,,Það voru skelfileg vonbrigði að falla eftir erfitt tímabil. Það var svekkelsi að falla með Fram en því er lokið núna og ég er búinn að segja skilið við fallbaráttu í bili."

,,Markmiðið hér er að gera betur en í fyrra. Það var ágætis árangur en menn vilja bæta sig ár frá ári."


Fylkismenn eru einnig að reyna að fá miðjumanninn Ásgeir Börk Ásgeirsson heim frá GAIS í Svíþjóð. ,,Hann er hörkuleikmaður og það væri frábært. Ég held að við gætum verið flottir saman."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner