Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. janúar 2015 10:59
Arnar Geir Halldórsson
Cristiano Ronaldo og Gareth Bale til Manchester
Powerade
Fer besti leikmaður heims á Etihad?
Fer besti leikmaður heims á Etihad?
Mynd: 101gg
Man Utd gefst ekki upp á Bale
Man Utd gefst ekki upp á Bale
Mynd: Getty Images
Lennon er á leið til Hull
Lennon er á leið til Hull
Mynd: Getty Images
Nú styttist í lok þessa daufa janúarglugga og eru ensku blöðin meira að slúðra um næstkomandi sumar. BBC tók saman.



Man City er tilbúið að slá heimsmet til að fá Cristiano Ronaldo til liðs við sig ef þessi besti knattspyrnumaður heims mun yfirgefa Real Madrid. (Sun)

Man Utd er búið að leggja til hliðar 120 milljónir punda sem ætti að nægja til að fá Gareth Bale til liðs við sig í sumar. (Daily Star)

Man City hefur áhuga á Pepe, varnarmanni Real Madrid, en samningur hans við Madrídarliðið rennur út 2016. (Daily Express)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, horfir til Hannover eftir arftaka Steven Gerrard en hann er talinn hafa áhuga á Lars Stindl, 26 ára fyrirliða þýska liðsins. (Talksport)

Arsenal, Liverpool og Man Utd eru enn áhugasöm um Marco Reus en talið er á Bayern Munchen sé búið að missa áhugann á þessum 25 ára kantmanni Dortmund. (Bild)

Hull City er við það að ganga frá kaupum á Aaron Lennon fyrir 7 milljónir punda og Dame N´Doye fyrir 3 milljónir punda. (Hull Daily Mail)

Harry Redknapp, stjóri QPR, vonast til að ná að ganga frá kaupum á Bakary Sako fyrir 3 milljónir punda áður en glugginn lokar. (Daily Express)

Tottenham er tilbúið að lána Emmanuel Adebayor eða Roberto Soldado til Roma. (London Evening Standard)

QPR og WBA berjast um Mark Noble, leikmann West Ham, en talið er að hann megi yfirgefa félagið í kjölfarið af komu Darren Fletcher. (Daily Mirror)

Saido Berahino mun skrifa undir nýjan samning við WBA. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner