Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. janúar 2015 15:23
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið B-deild: HK og Víkingur Ó. í úrslit
Fannar Hilmars skoraði og fékk rautt í dag.
Fannar Hilmars skoraði og fékk rautt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fer í úrslitaleikinn annað árið í röð.
HK fer í úrslitaleikinn annað árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og Víkingur Ólafsvík munu mætast í úrslitaleik í B-deild Fótbolta.net mótsins en þetta varð ljóst eftir að riðlakeppnin kláraðist í dag.

HK var ekki að spila í dag en eftir sigur Selfyssinga á Haukum er ljóst að Kópavogsliðið fer í úrslit á markatölu.

HK og Selfoss enduðu bæði með sex stig í riðli eitt en HK er með betri markatölu.

Víkingur Ólafsvík tapaði 3-2 gegn Gróttu á Vivaldi vellinum í riðli tvö og þessi lið enduðu því bæði með sex stig. Ólafsvíkingar fara í úrslit á markamun þar.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik á Seltjarnarnesi en hinn 18 ára gamli Bessi Jóhannsson kom Gróttu yfir með góðu skallamarki snemma leiks. Víkingar jöfnuðu metin um miðjan hálfleikin og rétt fyrir leikhlé skoraði Fannar Hilmarsson eftir mistök í vörn Gróttu.

Heimamenn voru mikið sterkari í síðari hálfleik og eftir átta mínútur skallaði Viktor Smári Segatta góða aukaspyrnu Enoks Eiðssonar í netið. Jónmundur Grétarsson innsiglaði svo góðan Gróttusigur þegar um stundarfjórðungur lifði leiks eftir góðan undirbúning Viktors Smára.

Haukar 0 - 1 Selfoss
0-1 Richard Sæþór Sigurðsson

Grótta 3 - 2 Víkingur Ó.
1-0 Bessi Jóhannsson ('8)
1-1 Kristján Atli Marteinsson ('28)
1-2 Fannar Hilmarsson ('45)
2-2 Viktor Smári Segatta ('53)
3-2 Jónmundur Grétarsson ('75)
Rautt spjald: Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó) ('69)

Hér að neðan má sjá hvaða lið mætast í leikjum um sæti í næstu viku. Leikstaðir og leiktímar verða tilkynntir eftir helgi.

Úrslitaleikur:
HK - Víkingur Ó.

Leikur um 3. sæti:
Selfoss - Grótta

Leikur um 5. sæti:
Haukar - Njarðvík

Leikur um 7. sæti:
Ægir - Afturelding
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner