Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 31. janúar 2015 16:06
Brynjar Ingi Erluson
Hlynur Atli á reynslu hjá Florø
Hlynur Atli og Aron Elís áttust við í gær
Hlynur Atli og Aron Elís áttust við í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Atli Magnússon, sem hefur leikið með Þór á Akureyri undanfarin tvö ár, hefur undanfarna daga verið til reynslu hjá Floro sem leikur í norsku C-deildinni en þetta kemur fram á vef félagsins.

Hlynur Atli, sem er 24 ára gamall varnar- og miðjumaður, er uppalinn hjá Fram en hann lék yfir 60 leiki í bæði deild- og bikar fyrir félagið áður en hann hélt á Akureyri þar sem hann lék með Þór í tvö tímabil.

Hann var samningslaus eftir síðasta tímabil og ákvað því að skoða sína möguleika en hann æfði með FH í Pepsi-deildinni og lék tvo leiki með liðinu í byrjun árs áður en hann hélt til reynslu til Floro sem leikur í annarri deildinni í Noregi.

Hlynur hefur æft og spilað með liðinu undanfarna daga en hann lék tvo leiki með liðinu annar gegn Sogndal í 1-2 tapi og hinn gegn Álasundi í 4-0 tapi í gær. Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson léku báðir með Álasundi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá mun Floro gera honum samningstilboð á næstu dögum en liðið leikur í fjórða riðli í C-deildarinnar í Noregi. Álasund er með varalið sitt þar sem og Molde.

Floro virðist mjög áhugasamt um Íslendinga en Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs og Marko Valdimar Stefánsson, leikmaður Grindavíkur, æfðu með liðinu í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner