Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. mars 2015 11:00
Magnús Már Einarsson
KR skoðar franskan miðjumann
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Franksi miðjumaðurinn Victor Da Costa æfði með KR í gær og mun aftur mæta á æfingu hjá liðinu í kvöld. 433.is greinir frá.

Victor spilaði með Magna Grenivík í 3. deildinni á Íslandi síðastliðið sumar.

Victor er fæddur árið 1988 en hann hefur í vetur spilað með Southern United í Nýja Sjálandi.

Guðmundur Benediktsson aðstoðarþjálfari KR þekkir til Victor eftir að leikmaðurinn æfði með Breiðabliki í fyrra.

KR-ingar eru með augun opin fyrir liðsstyrk nú þegar mánuður er í að Pepsi-deildin hefjist.

,,Við erum aðeins að skoða hvað er í boði, það er ekkert sem er hægt að segja frá. Við erum að vinna í okkar málum," sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari KR við 433.is.
Athugasemdir
banner
banner