Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. maí 2016 17:15
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkin vara við hryðjuverkaógn á EM
Það verður stíf öryggisgæsla á EM.
Það verður stíf öryggisgæsla á EM.
Mynd: Getty Images
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur varað Bandaríkjamenn við að ferðast á EM í Frakklandi í sumar vegna hryðjuverkaógnar. Ráðuneytið segir að vegna mikils ferðamannastraums í álfunni sé það líklegt skotmark hryðjuverkamanna.

Ljóst er að mikil öryggisgæsla verður í Frakklandi í kringum mótið sem fram fer 10. júní til 10. júlí í hinum ýmsu borgum. Ísland á sinn fyrsta leik 14. júní í Saint-Etienne og leikur svo í Marseille og París.

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir í samtali við fréttastofu RÚV að öryggismál á mótinu séu í stanslausri endurskoðun.

„Menn koma ekkert að tómum kofanum í öryggismálum hjá UEFA og menn eru með ýmsar áætlanir," segir Geir sem útilokar ekki að einhverjir leikir verði fyrir luktum dyrum.
Athugasemdir
banner
banner