Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 31. ágúst 2015 17:58
Mate Dalmay
Amsterdam
Daley Blind við Fótbolta.net: Stoltur af pabba
Icelandair
Blind á æfingu Hollands í dag.
Blind á æfingu Hollands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er erfitt að spila við Ísland á útivelli, þeir eru með góða leikmenn," sagði Daley Blind leikmaður hollenska landsliðsins og Manchester United við Fótbolta.net í dag en Holland tekur á móti Íslandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag.

Ísland vann fyrri leik þjóðanna í undankeppninni á Laugardalsvelli fyrir ári síðan með tveimur mörkum gegn engu.

„Íslendingar spiluðu mjög þétt gegn okkur og við áttum í erfiðleikum með þá. Við reyndum að spila og sköpuðum færi sem okkur tókst ekki að nýta. Við verðum að undirbúa okkur virkilega vel í þetta sinn, við vitum hverju við eigum að búast við og þurfum að vera áræðnir í þetta sinn."

Blind var spurður hvað væri hættulegast við spilamennsku íslenska liðsins.

„Þeir spila mjög þétt og eru með gæði fram á við. Við verðum því að vera skipulagðir allir sem einn og að gefa ekki færi á okkur. Við verðum að undirbúa okkur þannig og halda fullri einbeitingu."

Hollendingar skiptu um fyrirliða og þjálfara fyrir leikinn. Danny Blind faðir Daley tók við þjálfuninni af Guus Hiddink og Arjen Robben tók við fyrirliðabandinu af Robin van Persie.

„Ég er stoltur af pabba að hafa tekið við þjálfarastarfinu en við erum enn með sama liðið og nýjan þjálfara eins og þú segir. En allir leikmennirnir og starfsmennirnir hérna vita hversu mikilvægur þessi leikur er."

En er ánægja með fyrirliðaskiptin?
„Ég sé engan kvarta og hef ekki spurt neinn," svaraði Blind brosandi en er þetta leikur upp á líf og dauða fyrir Hollendinga til að komast á Evrópumótið?

„Já, kannski má segja það. Við eigum fjóra leiki eftir en megum ekki við miklu svo þetta er upp á líf og dauða."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner