Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 08. september 2019 16:40
Helga Katrín Jónsdóttir
Hallbera: Sýndum að við erum betra fótboltalið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Valur endurheimti toppsætið í dag þegar þær unnu ÍBV 4:0 í 16. umferð Pepsi-Max deildarinnar. Hallbera átti frábæran leik fyrir Val og var að vonum kát að leikslokum:

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

"Já ég held að þetta hafi bara verið nokkuð öruggt. Við gerðum út um þetta í fyrri hálfleik og vorum kannski aðeins rólegri í seinni enda erfiður leikur framundan svo það er gott að þetta hafi verið nokkuð öruggt"

"Við hefðum kannski getað haldið boltanum aðeins betur, vorum oft að missa hann klaufalega og gera þetta óþarflega erfitt fyrir okkur. Við hefðum þó getað unnið þennan leik töluvert stærra en ég er svosem mjög sátt með 4:0."

Spilaðist leikurinn eins og Hallbera bjóst við?

"Já í rauninni, þær voru með einhverja 5 manna línu í fyrri hálfleik og mjög þéttar og berjast mikið en við sýndum bara að við erum betra fótboltalið og úrslitin sýna það."

Hallbera fékk að hvíla síðustu 10 mínútur leiksins. Var verið að hvíla hana fyrir stórleikinn við Breiðablik í næstu umferð?

"Ég hefði náttúrulega sjálf viljað spila áfram en hann er eitthvað hræddur um að gömlu konurnar séu orðnar þreyttar en það er engin þreyta í okkur."

Næsti leikur Vals er gegn Blikum þar sem svokallaður úrslitaleikur deildarinnar fer fram. En liðin tvö hafa verið í sérflokki í sumar og sitja í fyrsta og öðru sæti deildarinnar.

"Já þessi leikur er svolítið búinn að hanga yfir manni. Við vissum að við þyrftum að klára leikina fram að þessum leik til að gera þetta að úrslitaleik og þetta verður þannig. Þetta er einfaldlega úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn og ég hef farið í nokkra svoleiðis leiki og það er bara ógeðslega gaman. Ég á von á að fullt af fólki mæti á völlinn og þetta verður hörkuleikur hjá tveimur bestu liðunum í sumar sem munu klára mótið þarna."

Viðtalið við Hallberu má sjá í spilaranum hér að ofan






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner