Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   lau 09. nóvember 2019 16:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Torino skoraði fjögur í Brescia
Torino lenti ekki í vandræðum gegn Brescia í fyrsta leik dagsins í Serie A.

Andrea Belotti skoraði úr tveimur vítaspyrnum í fyrri hálfleik. Báðar spyrnurnar voru dæmdar fyrir hendi, þar sem varnarmennirnir voru óheppnir að verja með höndum.

Vinstri bakvörðurinn Ales Mateju fékk dæmda vítaspyrnu á sig og fékk gult spjald fyrir vikið. Seinna gula spjaldið fékk hann rétt fyrir leikhlé og því mættu tíu leikmenn Brescia út í seinni hálfleikinn, tveimur mörkum undir. Mario Balotelli var tekinn útaf í leikhlé til að fylla í skarðið í vörninni.

Alejandro Berenguer var skipt inná í liði Torino í síðari hálfleik og innsiglaði hann sigurinn með tvennu á sex mínútna kafla.

Þetta er mikilvægur sigur fyrir Torino sem er um miðja deild, með 14 stig eftir 12 umferðir. Brescia er í næstneðsta sæti, með sjö stig. Þetta var fjórða tap liðsins í röð.

Brescia 0 - 4 Torino
0-1 Andrea Belotti ('17, víti)
0-2 Andrea Belotti ('26, víti)
0-3 Alejandro Berenguer ('75)
0-4 Alejandro Berenguer ('81)
Rautt spjald: Ales Mateju, Brescia ('41)

Sveinn Aron Guðjohnsen var þá geymdur á bekknum er Spezia tapaði fyrir Pisa í Serie B.

Jafnræði ríkti með liðunum, heimamenn nýttu færi sín betur. Liðsfélagar Sveins voru einu marki yfir þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Heimamenn náðu þó að snúa stöðunni við.

Spezia er við fallsvæðið, með 12 stig eftir 12 umferðir.

Pisa 3 - 2 Spezia
1-0 M. Marconi ('31)
1-1 A. Ragusa ('69)
1-2 A. Ragusa ('76)
2-2 R. Aya ('87)
3-2 S. Benedetti ('92)
Rautt spjald: M. Marconi, Pisa ('93)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner