Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 10. október 2018 14:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðjón Pétur býst við að fara frá Val - „Frekar skrítið"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson telur það nokkuð öruggt að hann sé á förum frá Val.

Guðjón Pétur er samningslaus 15. október en hann er ekki enn búinn að fá samningstilboð frá Val og því telur hann líklegt að hann sé á förum frá Íslandsmeisturunum.

„Mér finnst það nokkuð öruggt, ég hef ekki fengið samningstilboð í hendurnar frá þeim," segir Guðjón við Fótbolta.net. „Það er bara fólk hér og þar að segja við mig að þeir ætli að heyra í mér og að ég eigi að láta vita ef það kemur eitthvað annað upp. Þetta er nú allt frekar skrítið."

Aðspurður segist Guðjón hafa heyrt frá öðrum félögum en hann ætli ekki að skoða það fyrr en hann kemur úr fríi.

Guðjón Pétur hefur spilað með Val frá 2016. Hann kom við sögu í öllum leikjum Íslandsmótsins 2016 og 2017 en Valur varð Íslandsmeistari 2017 og var Guðjón Pétur í liði ársins hér á Fótbolta.net.

Guðjón Pétur spilaði í 17 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar en byrjaði aðeins sjö af þeim.

Hann hefur einnig spilað Breiðablik, Haukum, Stjörnunni og Álftanesi hér á landi.

Annar leikmaður Vals sem er að verða samningslaus er danski framherjinn Tobias Thomsen. Hann býst líka við því að yfirgefa Hlíðarendafélagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner