Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 03. október 2018 14:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tobias fann ekki fyrir trausti og er á förum frá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjög litlar líkur eru á því að danski framherjinn Tobias Thomsen verði áfram hjá Val á næsta tímabili.

Tobias spilaði afar lítið er Valur varð Íslandsmeistari í sumar. Hann kom við sögu í 14 leikjum í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, en þetta eina mark kom í 1. umferð gegn fyrrum félögunum í KR. Af þessum 14 leikjum þá byrjaði hann aðeins fjóra leiki. Síðasti byrjunarliðsleikur hans í deildinni var í maí.

„Ég efast um að ég verði áfram hjá Val," sagði Tobias við Fótbolta.net en samningur hans er að renna út. „Ég er ekki byggður fyrir það að spila ekki, og ég fann ekki fyrir trausti frá þjálfurunum. Ég býst fastlega við því að færa mig um set."

Tobias kom fyrst til Íslands í fyrra og spilaði þá með KR, þar sem hann var í stærra hlutverki. Hann sér fyrir sér að vera áfram á Íslandi.

„Ég á íslenska kærustu svo framtíð mín gæti klárlega verið á Íslandi. Það veltur á mörgum hlutum, en ef ég finn rétta liðið þá myndi ég elska það að vera áfram á Íslandi."
Athugasemdir
banner
banner