Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Alonso Sanchez í Aftureldingu (Staðfest)
Alonso Sanchez í leik með Ólafsvík í Pepsi-deildinni í fyrra.
Alonso Sanchez í leik með Ólafsvík í Pepsi-deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Toppliðið í 2. deildinni hefur fengið til sín spænska miðjumanninn, Alonso Sanchez frá Fram Larvik úr norsku 2. deildinni.

Alonso Sanchez þekkir til á Íslandi því hann lék sjö leiki með Víkingi frá Ólafsvík í Pepsi-deildinni í fyrra.

„Alonso stóð sig vel í leikjum sínum með félaginu. Við þökkum honum fyrirgott samstarf auk þess sem við óskum honum góðs gengis í framhaldinu," sögðu Ólsarar í tilkynningu fyrir rúmlega ári síðan þegar ljóst var að hann hafði leikið sinn síðasta leik fyrir félagið.

Afturelding er eins og fyrr segir á toppi 2. deildarinnar með 25 stig að loknum ellefu umferðum en liðið mætir Völsungi í toppbaráttuslag á morgun á heimavelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner