Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ched Evans spilar undir stjórn Joey Barton hjá Fleetwood (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn umdeildi Ched Evans verður hjá Fleetwood Town á láni út tímabilið.

Evans var afar efnilegur sóknarmaður og gerði góða hluti hjá Norwich og Sheffield United áður en hann var dæmdur til fangelsisvistar fyrir nauðgun. Fjórum árum síðar var málið endurskoðað og var sent aftur fyrir dóm, þar sem Evans var sýknaður.

Hann gekk aftur til liðs við Sheffield United í fyrra en náði sér ekki á strik svo nú fær hann tækifæri til að koma sér aftur í gang undir stjórn Joey Barton hjá Fleetwood.

Evans er 29 ára gamall og á 13 A-landsleiki að baki fyrir Wales. Fleetwood endaði í 14. sæti ensku C-deildarinnar í vor.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner