Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 20. júlí 2018 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján Pétur í markið hjá Víkingi Ólafsvík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Pétur Þórarinsson er genginn aftur til liðs við Víking Ólafsvík þar sem hann hóf ferilinn fyrir þremur árum.

Kristján er fæddur 1995 og fór upp úr 3. deildinni með Þrótti Vogum síðasta sumar.

Hann hefur verið án félags í sumar og er fenginn til að veita spænska markverðinum Fran Marmolejo, sem hefur verið að glíma við meiðsli, samkeppni.

Víkingur Ó. er í toppbaráttu í Inkasso deildinni með 23 stig eftir 11 umferðir, þremur stigum frá toppliði Þórs og með leik til góða.




Athugasemdir
banner
banner
banner