Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 20. júlí 2018 14:15
Arnar Daði Arnarsson
Tveir Íslendingar í Huginn (Staðfest)
Hinrik Atli í leik með Huginn sumarið 2015.
Hinrik Atli í leik með Huginn sumarið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Huginn í 2. deildinni hefur fengið til sín tvo Íslendinga fyrir seinni helminginn í deildinni en liðið er í erfiðri stöðu á botni deildarinnar með fjögur stig þegar deildin er hálfnuð.

Leikmennirnir sem þeir hafa fengið eru þeir Hinrik Atli Smárason sem kemur frá Noregi og Aron Sigurvinsson sem kemur frá Fjarðabyggð.

Hinrik Atli þekkir vel til á Seyðisfirði en hann lék með liðinu sumarið 2015 þegar þeir unnu 2. deildina. Þar lék hann 17 leiki og skoraði þrjú mörk.

Sumarið 2016 lék hann síðan 12 leiki með HK í Inkasso-deildinni.

Aron Sigurvinsson er tvítugur leikmaður sem kemur frá Fjarðabyggð hann hefur leikið sjö leiki með Fjarðabyggð í 2. deildinni í sumar en skiptir nú yfir til Hugins. Í fyrra lék hann með Elliða í 4. deildinni.

Báðir eru þeir komnir með leikheimild og geta því leikið gegn Þrótti V. á heimavelli á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner