Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 13:15
Arnar Daði Arnarsson
Víðir fær Mehdi Hadraoui (Staðfest)
Mehdi Hadraoui í leik með Vestra í fyrra.
Mehdi Hadraoui í leik með Vestra í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir í 2. deildinni hefur fengið til sín belgíska varnarmanninn, Mehdi Hadraoui en hann lék síðast með Vestra í 2. deildinni á síðasta tímabili.

Mehdi lék 17 leiki með Vestra í fyrra og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Hann hefur hinsvegar ekkert spilað á þessu tímabili en nú er hann orðinn löglegur með Víði sem eru í harðri botnbaráttu í 2. deildinni.

Mehdi Hadraoui sem er 28 ára hefur lengst um leikið í Belgíu á ferli sínum en gekk í raðir Vestra í fyrra frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Víðismenn eru í 10. sæti 2. deildarinnar með níu stig að loknum ellefu umferðum. Liðið tekur á móti Hetti á heimavelli á morgun og Mehdi Hadraoui er orðinn löglegur með liðinu fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner