lau 21. júlí 2018 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bas Dost kominn aftur til Sporting (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sporting CP var að staðfesta endurkomu hollenska sóknarmannsins Bas Dost til félagsins.

Dost hefur verið gríðarlega öflugur sem fremsti maður Sporting og er búinn að gera 61 deildarmark í 61 leik fyrir félagið.

Dost er stór og stæðilegur sóknarmaður en hann ætlaði að rifta samningi sínum við félagið eftir fólskulega árás 'stuðningsmanna' félagsins á leikmenn.

Dost var særður í árásinni og spilaði úrslitaleik bikarsins, sem tapaðist, með sárabindi á hausnum.

Hann er 29 ára gamall og skrifar undir þriggja ára samning. Í samningnum er söluákvæði sem segir Dost vera falan fyrir 60 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner