Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 21. júlí 2018 09:30
Hafliði Breiðfjörð
ÍR fær tvo frá erkifjendunum í Leikni (Staðfest)
Ágúst Freyr Hallsson í leik með Leikni gegn Njarðvík í Inkasso-deildinni í sumar.
Ágúst Freyr Hallsson í leik með Leikni gegn Njarðvík í Inkasso-deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið ÍR styrkti sig í gær með tveimur leikmönnum sem koma frá erkiféndum þeirra úr Breiðholtinu, Leikni.

Bæði lið spila í Inkasso-deildinni þar sem ÍR er í næstneðsta sæti með 10 stig en Leiknir fjórum stigum ofar í 7. sætinu.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Ágúst Freyr Hallsson og Skúli E. Kristjánsson Sigurz sem var á láni frá Breiðabliki.

Ágúst sem er uppalinn í Víkingi en hefur einnig leikið með Ægi, HK og Elliða spilaði aðeins fjóra leiki í deild og bikar með Leikni síðan hann kom í vor.

Skúli kom til Leiknis í fyrra og spilaði þá 20 leiki í deild og bikar en hafði aðeins fengið eitt tækifæri í sumar í bikarleik gegn KH. Hann sneri aftur í Breiðablik í júní á meðan hann leitaði sér að liði og fer nú til ÍR.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner