Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 21. maí 2010 07:30
Magnús Már Einarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í 3.deild: D-riðill
Dalvík/Reynir sigrar riðilinn samkvæmt spánni.
Dalvík/Reynir sigrar riðilinn samkvæmt spánni.
Mynd: Heimasíða Dalvíkur/Reynis
Huginn er spáð öðru sæti og Leikni F. 3-4.sæti.
Huginn er spáð öðru sæti og Leikni F. 3-4.sæti.
Mynd: Austurglugginn/Gunnar
Einherji endar í 3-4.sæti samkvæmt spánni.
Einherji endar í 3-4.sæti samkvæmt spánni.
Mynd: Jón
Draupni er spáð fimmta sæti.
Draupni er spáð fimmta sæti.
Mynd: Draupnir
Magna er spáð sjötta sæti.
Magna er spáð sjötta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í þriðju deild karla til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna í sínum riðlum.

Í dag birtum við niðurstöðurnar úr D-riðli en þjálfararnir og fyrirliðarnir röðuðu liðunum í 1-6.sæti og fékk liðið í fyrsta sæti 6 stig, liðið í öðru sæti 5 stig og svo koll af kolli. Ekki var hægt að velja sitt eigið lið í spánni.

Spá fyrirliða og þjálfara í D-riðli:
1. Dalvík/Reynir 72 stig
2. Leiknir Fáskrúðsfirði 61 stig
3-4. Huginn 36 stig
3-4. Einherji 36 stig
5. Draupnir 35 stig
6. Magni 34 stig
7. Samherjar 20 stig


1. Dalvík/Reynir
Árangur í fyrra: 3.sæti í D-riðli
Heimavöllur: Dalvíkurvöllur og Árskógsvöllur
Heimasíða: http://dalvik-reynir.is/
Þjálfari: Atli Már Rúnarsson
Undanfarin tvö ár hefur Dalvík/Reyni verið spáð góðu gengi en liðið hefur ekki náð að standa undir þeim væntingum og komast í úrslitakeppnina. Atli Már Rúnarsson er tekinn við sem þjálfari en hann mun einnig standa á milli stanganna í sumar. Atli virðist vera á góðri leið með liðið en Dalvík/Reynir náði fínum úrslitum á undirbúningstímabilinu.

2. Leiknir Fáskrúðsfirði
Árangur í fyrra: 5.sæti í D-riðli
Heimavöllur: Búðagrund
Heimasíða: http://123.is/leiknirfaskrudsfirdi
Þjálfari: Viðar Jónsson og Vilberg Marinó Jónasson
Leiknismenn unnu einungis tvo leiki í fyrra en stefnan er sett hærra á Fáskrúðsfirði í ár. Þjálfarar og fyrirliðar spá því að Leiknir fari í úrslitakeppnina og miðað við spilamennskuna á undirbúningstímabilinu er það raunhæf spá en Leikni gekk vel í C deild Lengjubikarsins og mun mæta KB í úrslitu þar.

3-4. Huginn
Árangur í fyrra: 8-liða úrslit í 3.deild
Heimavöllur: Seyðisfjarðarvöllur
Heimasíða: http://huginn.org/
Þjálfari: Brynjar Skúlason
Huginn fór í úrslitakeppnina í fyrra en síðan þá hafa orðið þónokkrar breytingar á leikmannahópinn og nokkrir lykilmenn eru farnir. Huginn stillti upp sameiginlegu liði með Spyrni í Lengjubikarnum en Seyðfirðingar hafa verið að styrkja leikmannahóp sinn að undanförnu og meðal annars fengið þrjá erlenda leikmenn.

3-4. Einherji
Árangur í fyrra: 4.sæti í C-deild
Heimavöllur: Vopnafjarðarvöllur
Þjálfari: Davíð Örvar Ólafsson
Einherji tók þátt í Íslandsmótinu á nýjan leik í fyrra og var lengi vel í baráttu um sæti í úrslitakeppni. Sigurður Donys Sigurðsson markahæsti maður Einherja er farinn í Hött en Davíð Örvar Ólafsson, sonur Ólafs Jóhannessonar, er áfram spilandi þjálfari auk þess sem fyrrum landsliðsmaðurinn Bjarni Þorsteinsson mun væntanlega taka einhverja leiki í vörninni líkt og í fyrra.

5. Draupnir
Árangur í fyrra: 6.sæti í D-riðli
Heimavöllur: Boginn
Þjálfari: Hlynur Birgisson og Jón Stefán Jónsson
Akureyrarliðið Draupnir er núna á sínu öðru starfsári. Í fyrra krækti liðið einungis í tvo sigra og endaði í neðsta sæti D-riðils. Samkvæmt spánni mun Draupni ganga betur í ár en liðið stóð sig vel í C deild Lengjubikarsins í vor og endaði í öðru sæti riðilsins með sjö stig.

6. Magni
Árangur í fyrra: 12.sæti í 2.deild
Heimavöllur: Grenivíkurvöllur
Heimasíða: http://www.magnigrenivik.net/
Þjálfari: Hannes Jón Jónsson
Magni Grenivík féll úr annarri deild í fyrra eftir þriggja ára dvöl þar. Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópnum síðan í fyrra. Hannes Jón Jónsson hefur við þjálfun Magna af Hlyni Svan Eiríkssyni en aðstoðarmaður Hannesar verður Ibra Jagne sem mun einnig spila með Grenvíkingum.

7. Samherjar
Árangur í fyrra: Nýtt lið í 3.deild
Heimavöllur: Hrafnagilsvöllur
Þjálfari: Búi V. Guðjónsson
UMF Samherjar úr Eyjafjarðarsveit mæta með nýtt lið til keppni í þriðju deild karla í ár. Í vetur fékk liðið ungversku leikmennina László Szilágyi og Sandor Forizs en þeir hafa báðir reynslu af því að leika hér á landi. Að öðru leyti koma flestir leikmenn liðsins frá Akureyri.
banner
banner