Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. júlí 2012 19:30
Magnús Már Einarsson
Selfoss semur ekki við Haanes
Úr síðasta leik Selfyssinga.
Úr síðasta leik Selfyssinga.
Mynd: Eyjafréttir
Selfyssingar ætla ekki að semja við norska miðjumanninn Martin Haanes sem hefur verið til skoðunar hjá liðinu í vikunni en þetta staðfesti Óskar Sigurðsson formaður knattspyrnudeildar í samtali við Fótbolta.net í dag.

Haanes er 21 árs gamall en hann hefur æft með Selfyssingum frá því á þriðjudag.

Hann hefur fengið fá tækifæri með Hödd sem leikur í B-deildinni í Noregi í sumar og því ákvað hann að reyna fyrir sér á Íslandi.

Hafþór Þrastarson, varnarmaður FH, er á leið til Selfyssinga á láni og ekki er útilokað að félagið fái frekari liðsstyrk áður en félagaskiptaglugginn lokar á sunnudag.

Næsti leikur Selfyssinga er gegn Val á heimavelli á sunnudag en liðið er sem stendur í næstneðsta sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner