Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 02. september 2014 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Hörður Björgvin: Stoltur af því að vera valinn í A-landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir í U21 verða í eldlínunni á miðvikudaginn þegar þeir taka á móti Armenum á Fylkisvelli og hefst leikurinn kl. 16:30. Liðið heldur svo til Frakklands að leik lokum en leikið verður gegn heimamönnum, mánudaginn 8. september.

Íslenska liðið er í öðru sæti riðilsins en það sæti getur gefið réttinn til að leika í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2015. Frakkar hafa þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins en Armenar eru með 6 stig eftir sex leiki.

Efsta þjóðin í hverjum riðli kemst í umspilið ásamt þeim fjórum þjóðum sem eru með bestan árangur af liðunum í öðru sæti riðlanna tíu.

„Armenar eiga enga möguleika á að komast áfram úr riðlinum og maður veit ekki hverja þeir mæta með í leikinn. Þeir voru sterkir í fyrri leiknum sem við spiluðum gegn þeim," segir varnarmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon.

Hörður var lánaður frá Juventus til Cesena í eitt ár en Cesena leikur í ítölsku A-deildinni. Þá var hann valinn í A-landsliðshópinn sem er að fara að mæta Tyrklandi í næstu viku.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa verið valinn í það og fá að vera partur af þessum góða hópi sem liðið er í dag," segir Hörður en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner