Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 15. september 2014 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Champagne býður sig fram gegn Blatter
Jerome Champagne vill taka stað Sepp Blatter og breyta knattspyrnuheiminum.
Jerome Champagne vill taka stað Sepp Blatter og breyta knattspyrnuheiminum.
Mynd: Getty Images
Frakkinn Jerome Champagne ætlar að bjóða sig fram til forsetaembættis Alþjóðaknattspyrnusambandsins og verður sá eini í framboði ásamt Svisslendingnum Sepp Blatter.

Champagne er 56 ára gamall og gæti komið í veg fyrir fimmta sigur Blatter í röð í kjörinu um forsetaembættið.

,,Ég er heiðraður að geta staðfest að ég ætla að bjóða mig fram til að taka við forsetaembætti FIFA," skrifaði Champagne í yfirlýsingu.

,,Við verðum að taka skýrar og vitsmunalegar ákvarðanir, sérstaklega hvað varðar samspil fjárhags- og íþróttamála.

,,Næstu 10 ár munu skipta sköpum fyrir knattspyrnu framtíðarinnar og sérstaklega fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið. Sambandið þarfnast breytinga."


Blatter er 78 ára gamall og hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner