Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 29. nóvember 2014 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Hvað gerir Liverpool gegn Stoke?
Mynd: Getty Images
Átta leikir fara fram í enska boltanum um helgina en nóg af áhugaverðum leikjum eru á dagskrá.

WBA og Arsenal fara af stað með umferðina með því að leika í hádeginu. Arsene Wenger er eflaust farinn að hafa áhyggjur af stöðu sinni en liðinu hefur gengið afar illa í deildinni til þessa.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá Crystal Palace í heimsókn en leikurinn fer fram í Wales. Swansea er í ágætis málum en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með 17 stig sem stendur.

Manchester United fær Hull City í heimsókn á Old Trafford og á sama tíma mætir Liverpool liði Stoke en Liverpool gengur eitthvað illa að finna sigur þessa dagana.

Það bíður Sunderland svo erfitt verkefni gegn toppliði Chelsea en engu liði hefur tekist að sigra Chelsea til þessa.

Leikir dagsins:
12:45 WBA - Arsenal
15:00 QPR - Leicester
15:00 West Ham - Newcastle
15:00 Burnley - Aston Villa
15:00 Manchester United - Hull
15:00 Swansea - Crystal Palace
15:00 Liverpool - Stoke
17:30 Sunderland - Chelsea
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner