Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 09. október 2015 22:40
Arnar Geir Halldórsson
Bale byrjar hjá Wales á morgun
Þessir verða í eldlínunni á morgun
Þessir verða í eldlínunni á morgun
Mynd: Getty Images
Wales leikur einn mikilvægasta leik sinn í knattspyrnusögunni á morgun þegar liðið mætir Bosníu-Herzegóvinu í undankeppni EM.

Með því að ná í eitt stig tryggir liðið sér þátttökurétt á EM í Frakklandi en 58 ár eru síðan landið komst síðast á stórmót og er það í eina skiptið í sögu þjóðarinnar en Wales komst í lokakeppni HM í Svíþjóð 1958.

Gareth Bale er aðalstjarna liðsins en hann hefur skorað sex af níu mörkum liðsins í undankeppninni. Hann hefur verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur en verður með á morgun. Þetta staðfesti Chris Coleman í dag.

„Við fengum engar beiðnir frá Madrid um að hann ætti bara að spila hálftíma eða klukkutíma á móti Bosníu. Við tökum ekki áhættu með leikmenn en Gareth (Bale) mun byrja. Ef hann væri tæpur myndi hann ekki byrja."

„Það er mikið undir en við myndum aldrei setja hann í hættu. Hann er leikfær en kannski spilar hann ekki allar 90 mínúturnar,"
sagði Coleman.
Athugasemdir
banner
banner