Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   mán 25. janúar 2016 16:30
Magnús Már Einarsson
Íslendingar létu Van Gaal heyra það í beinni útsendingu
Úr útsendingunni.
Úr útsendingunni.
Mynd: Stöð 2 Sport
Í sjónvarpsútsendingu frá leik Manchester United og Southampton um helgina mátti sjá Íslendinga koma í mynd eftir að Charlie Austin skoraði sigurmarkið undir lok leiks.

Heimir Þór Ásgeirsson og Tryggvi Hafsteinsson, frá Grundarfirði, sátu nálægt varamannabekkjunum og þeir öskruðu í átt að Louis Van Gaal eftir að Southampton komst yfir.

„Við vorum að láta Van Gaal heyra það. Við þolum ekki manninn. Þarna voru Southampton nýbúnir að skora og við gátum við ekki setið á okkur lengur og trylltumst," sagði Heimir við Fótbolta.net í dag.

Heimir og Tryggvi eru orðnir þreyttir á Van Gaal í stjórastólnum en Manchester United hefur gengið sérstaklega illa að skora á Old Trafford á þessu tímabili.

„Það var ekkert buið að gerast í leiknum og mikill pirringur í mannskapnum. Þeir fengu ekki eitt færi í þessum leik."

„Við vorum lika búnir að ákveða það áður en við fórum út að láta vel í okkur heyra ef leikurinn yrði leiðinlegur," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner