Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 12. júní 2016 16:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool með tilboð í pólskan miðjumann
Zielinski er pólskur landsliðsmaður
Zielinski er pólskur landsliðsmaður
Mynd: Getty Images
Liverpool er búið að leggja fram 9,5 milljón punda tilboð í pólska miðjumanninn Piotr Zielinski.

Guardian greinir frá þessu, en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, er lengi búinn að fylgjast með leikmanninum og nú virðist hann ætla að fá hann til Liverpool.

Zielinski átti mjög sterkt tímabil með Empoli, en þar var hann í láni frá Udinese. Udinese vill fá 12 milljónir punda fyrir leikmanninn, en Napoli er einnig búið að leggja fram tilboð.

„Liverpool er búið að gera tilboð í hann og Zielinski vill fara þangað, en við erum að reyna að sannfæra hann um að koma hingað vegna þess að við erum með samkomulag við Udinese," er haft eftir Aurelio De Laurentiis, forseta Napoli.

Zielinski spilaði undir stjórn Maurizio Sarri, núverandi stjóra Napoli, hjá Empoli og er Sarri sagður spenntur fyrir því að vinna með miðjumanninum aftur.

Ef Liverpool kaupir hann þá yrði hann fjórðu kaup sumarsins hjá félaginu. Áður hafði félagið samið við Marko Grujic, Joel Matip og Loris Karius.
Athugasemdir
banner
banner