Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2016 08:15
Elvar Geir Magnússon
Annecy
Fyrrum liðsfélagi Jóns Daða tók viðtal við hann fyrir UEFA
Icelandair
Jón Daði í viðtalinu við Jóhann Ólaf.
Jón Daði í viðtalinu við Jóhann Ólaf.
Mynd: Facebook
Jóhann Ólafur Sigurðsson, markvarðaþjálfari Fylkis, er að störfum í Annecy sem sérstakur fréttaritari UEFA.com um Ísland.

„Hvert lið er með sinn blaðamann, myndatökumann og framleiðanda frá UEFA. Bara fyrir blaðamenn er þetta risastórt, hvað þá fyrir leikmenn," sagði Jóhann Ólafur sem er menntaður í íþróttablaðamennsku frá Englandi.

Jóhann er fyrrum markvörður Selfyssinga og spilaði þá með Jóni Daða Böðvarssyni sem skoraði fyrra mark Íslands í sigrinum gegn Austurríki.

Í gær fór Jón Daði í viðtal við Jóhann Ólaf fyrir heimasíðu UEFA.

„Ef það var eitthvað sem ég vonaðist eftir þegar ég var ráðinn þá var það að fá þennan öðling til mín. Þetta er svo yndislegt, spila saman fyrir rúmum fjórum árum en í dag er hann í viðtali hjá mér eftir að hafa skorað á stórmóti. Lífið er svo magnað!" skrifaði Jóhann á Facebook.

Sjá einnig:
Viðtal við Jóhann Ólaf í Annecy
Athugasemdir
banner
banner