Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bárust rúmlega 20 tilboð í Wilshere: Crystal Palace líklegastir
Mynd: Getty Images
Arsenal er búið að staðfesta að Jack Wilshere verður lánaður út svo hann geti fengið meiri spilatíma og komið sér í betra stand eftir tíð meiðsli undanfarin ár.

Wilshere er 24 ára gamall og þótti eitt mesta efni í heiminum á táningsárunum en meiðsli settu stór strik í reikninginn. Miðjumaðurinn er þrátt fyrir það gríðarlega eftirsóttur, enda á hann 34 landsleiki að baki auk 105 deildarleikja fyrir Arsenal.

Ekki er pláss fyrir Wilshere í byrjunarliði Arsenal þar sem gríðarleg samkeppni er um miðjumannastöðurnar innan félagsins.

Talið er að yfir 20 lið hafi sóst eftir því að fá Wilshere til sín en líklegasti áfangastaður hans er Crystal Palace, samkvæmt veðmálasíðu Sky.

Milan er talið næstlíklegast til að fá miðjumanninn knáa til sín en þar á eftir koma Juventus, Roma og Bournemouth.

Líklegasti áfangastaður Jack Wilshere
Crystal Palace 2/5
AC Milan 7/1
Juventus 14/1
Roma 14/1
Bournemouth 14/1
West Ham 16/1
Watford 16/1
Celtic 16/1
Man City 20/1
Everton 25/1
Sporting CP 25/1
Benfica 28/1
Hull City 33/1
Leicester 33/1
Liverpool 33/1
Middlesbrough 33/1
Athugasemdir
banner
banner
banner