Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 11. desember 2016 10:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
United og Arsenal gætu skipt á Özil og Lingard
Powerade
Özil gæti farið til Manchester United samkvæmt slúðrinu
Özil gæti farið til Manchester United samkvæmt slúðrinu
Mynd: Getty Images
Gleðilegan sunnudag og verið hjartanlega velkomin í slúður.

Manchester City hefur sent menn til Þýskalands til að fylgjast með Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund (Sun on Sunday)

Arsenal ætlar að bjóða 30 milljónir punda í Julian Draxler, leikmann Wolfsburg í janúar. (Sunday Express)

West Ham ætla að kaupa Joe Hart frá Manchester City, takist þeim að halda sæti sínu í deildinni. (Sunday Telegraph)

Arsenal ætlar að reyna að fá Jesse Lingard í staðin fyrir Özil, fari það svo að þeir selji Özil til Manchester United. (Sun on Sunday)

James McCarthy, leikmaður Everton, er á smásjá hjá West Brom en þeir gætu borgað 15 milljónir punda fyrir þjónustu hans. (Mail on Sunday)

Alan Dzagoev, leikmaður CSKA Moskvu gæti farið til Everton í stað McCarthy. (Liverpool Echo)

Everton og Real Madrid hafa sýnt Alexander Isak, 17 ára framherja AIK áhuga. (Mail on Sunday)

John Terry gæti fengið um milljón pund á mánuði fyrir að spila með Shanhai Shenhua í kínversku deildinni. (Sun on Sunday)

Atletico Madrid ætla að hafa samband við Mauricio Pochettino, þjálfara Tottenham, fari Diego Simeone frá félaginu eftir leiktíðina. (Sunday Mirror)

Bruma, kantmaður Galatasaray, hefur viðurkennt að hafa rætt við Jose Mourinho á undirbúningstímabilinu. (Sunday Mirror)

Jurgen Klopp vill frekar halda ungum leikmönnum innan félagsins en að senda þá á lán. (Liverpool Echo)

Steve Bruce vill fá Sam Johnstone, markmann Manchester United til Aston Villa. (Sunday Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner