Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. janúar 2017 07:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ulloa á leið frá Leicester
Ulloa vill fara frá Leicester
Ulloa vill fara frá Leicester
Mynd: Getty Images
Framherji Leicester, Leonardo Ulloa er sagður vilja fara frá ensku meisturunum en hann hefur lítið fengið að spila á þessu tímabili.

Argentínumaðurinn hefur aðeins byrjað einn leik á þessu tímabili og var það gegn Middlesbrough þann 2. janúar.

Ulloa á 18 mánuði eftir af samningi sínum við Leicester og hefur Claudio Ranieri, stjóri Leicester sagt vilja halda leikmanninum.

Leicester neitaði 9 milljóna punda tilboði í leikmanninn í sumar og þá hafði spænskt félag áhuga á að fá leikmanninn núna í janúar en Leicester neitaði því.

Nokkur spænsk lið hafa áhuga á Ulloa og má búast við fleiri tilboðum í leikmanninn í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner