Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. janúar 2017 08:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Eigandi Tianjin Quanjian ekki ánægður
Það var tilbúinn samningur fyrir Falcao í Kína
Það var tilbúinn samningur fyrir Falcao í Kína
Mynd: Getty Images
Shu Yuhui eigandi Tianjin Quanjian segir að nýjar reglur kínverska knattspyrnusambandsins hafi eyðilagt félagaskiptin við Diego Costa, leikmann Chelsea og Rademal Falcao, leikmann Monaco.

Shu Yuhui segist hafa ætlað sér að kaupa Costa til félagsins og þá hafi samningur verið tilbúinn fyrir Falcao.

Nýjar reglur kínverska knattspyrnusambandsins segja hins vegar að aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inn á hverju sinni og aðeins fimm erlendir leikmenn í leikmannahópnum en kínverska úrvalsdeildin byrjar í mars.

Þá segist Shu einnig hafa horft til Edison Cavani og Karim Benzema í þeirri von um að styrkja liðið.

„Félagið hafði stórar hugmyndir um næsta tímabil en knattspyrnusambandið hefur þrengt að liðunum með nýju reglunum," sagði ósáttur Shu.

Fabio Cannavaro stýrir liðinu og eru þeir nýliðar í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner