Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 19. febrúar 2017 13:58
Kristófer Kristjánsson
Dimitar Berbatov: Bæði lið eru í hjarta mínu
Dimitar Berbatov
Dimitar Berbatov
Mynd: Getty Images
Dimitar Berbatov talaði vel um sín gömlu félög, Tottenham og Fulham, sem mætast í enska bikarnum hér rétt á eftir.

Berbatov gekk til liðs við Tottenham sumarið 2006 frá Leverkusen og skoraði hann 27 mörk í 70 leikjum fyrir liðið áður en Manchester United keypti hann fyrir metfé árið 2008.

Eftir fjögur ár hjá Sir Alex Ferguson skellti hann sér í Fulham þar sem hann skoraði 19 mörk í 51 leikjum en Búlgarinn knái er í dag án félags, 36 ára gamall.

„Ég átti frábæran tíma hjá Tottenham og þar fékk ég tækifærið til að sýna hvað ég gat á Englandi," sagði Berbatov við BBC.

„Ég átti líka frábærar stundir hjá Fulham og skoraði mörg mörk. Bæði lið eiga sinn stað í hjarta mínu."
Athugasemdir
banner
banner
banner