Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. febrúar 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
BT Sport sýnir tölvuleikjafótbolta í beinni
Það er sviti og stuð á tölvuleikjamótum.
Það er sviti og stuð á tölvuleikjamótum.
Mynd: Getty Images
Breska íþróttasjónvarpsstöðin BT Sport hefur tilkynnt að hún hafi tryggt sér sýningarrétt á stærsta FIFA tölvuleikjamóti heims, Ultimate Team Championship Series. Keppt er í FIFA 17 tölvuleiknum í Xbox og Playstation.

Þetta verður í fyrsta sinn sem breskir sjónvarpsáhorfendur geta horft á tölvuleikjafótbolta í beinni útsendingu.

„Keppni í fótboltatölvuleikjum er bransi sem fer ört stækkandi í heiminum og ég er hæstánægður með þennan samning," segir Simon Green, yfirmaður BT Sport.

FIFA frá tölvuleikjafyrirtækinu EA Sports er vinsælasti tölvuleikur Bretlandseyja.

Sýnt verður beint frá móti í Vancouver 8. apríl og Singapúr 22. apríl. Þann 6. maí verður sýnt frá móti í Madríd.

20. og 21. maí er síðan komið að úrslitastund Ultimate Team Championship í Berlín. Sá sem stendur uppi sem heimsmeistari í FIFA mun fá um 18 milljónir íslenskra króna í verðlaun. Sá sem endar í öðru sæti fær 9 milljónir.

Hér að neðan má sjá frá móti sem haldið var í París nýlega.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner