Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 23. febrúar 2017 21:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Tottenham óvænt fallið úr leik - Lyon setti sjö
Dele Alli fékk rautt spjald og var skúrkur kvöldsins.
Dele Alli fékk rautt spjald og var skúrkur kvöldsins.
Mynd: Getty Images
Fekir setti þrennu í stórsigri Lyon.
Fekir setti þrennu í stórsigri Lyon.
Mynd: Getty Images
Þá er orðið ljóst hvaða lið eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Öll einvígin í 32-liða úrslitunum eru búin, fyrir utan eitt þar sem er framlengt.

Stærstu tíðindin eru þau að Tottenham er úr leik eftir 2-2 jafntefli gegn Gent í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með 1-0 sigri Gent og því þurfti Tottenham að vinna í kvöld. Það tókst hins vegar ekki hjá þeim og liðið er því dottið mjög óvænt úr keppni.

Lyon var í miklu stuði gegn AZ Alkmaar í kvöld. Þeir unnu með sjö mörkum gegn einu og fóru áfram á markatölunni 11-2, sem er ótrúlegt.

Borussia Mönchengladbach kom til baka gegn Fiorentina eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0. Þeir unnu 4-2 sigur í kvöld og fara því áfram.

Þau lið sem einnig eru komin áfram eftir seinni leiki kvöldsins eru Genk, FC Kobenhavn, Rostov og svo er spurning hvort það verði Celta Vigo eða Shaktar Donetsk sem taki síðasta plássið, en þar er í gangi framlenging núna.

Genk 1 - 0 Astra (Samanlagt 3 - 2 fyrir Genk)
1-0 Alejandro Pozuelo ('67 )

FC Kobenhavn 0 - 0 Ludogorets (Samanlagt 2 - 1 fyrir FC Kobenhavn)

Shakhtar D 0 - 2 Celta (Samanlagt 1 - 2 fyrir Celta eftir framlengingu)
0-1 Iago Aspas ('90 , víti)
0-2 Gustavo Cabral ('108 )

Tottenham 2 - 2 Gent (Samanlagt 2-3 fyrir Gent)
1-0 Christian Eriksen ('10 )
1-1 Harry Kane ('20 , sjálfsmark)
2-1 Victor Wanyama ('61 )
2-2 Jeremy Perbet ('82 )
Rautt spjald: Dele Alli, Tottenham ('40)

Sparta Praha 1 - 1 Rostov (Samanlagt 1 - 5 fyrir Rostov)
0-1 Dmitriy Poloz ('13 )
1-1 Vyacheslav Karavaev ('84 )
Rautt spjald: Costa Nhamoinesu, Sparta Praha ('67)

Fiorentina 2 - 4 Borussia M. (Samanlagt 3 - 4 fyrir Borussia M.)
1-0 Nikola Kalinic ('16 )
2-0 Borja Valero ('29 )
2-1 Lars Stindl ('44 , víti)
2-2 Lars Stindl ('47 )
2-3 Lars Stindl ('55 )
2-4 Andreas Christensen ('60 )

Lyon 7 - 1 AZ (Samanlagt 11 - 2 fyrir Lyon)
1-0 Nabil Fekir ('5 )
2-0 Maxwel Cornet ('17 )
2-1 Levi Garcia ('26 )
3-1 Nabil Fekir ('27 )
4-1 Sergi Darder ('34 )
5-1 Nabil Fekir ('78 )
6-1 Houssem Aouar ('87 )
7-1 Mouctar Diakhaby ('89 )
Athugasemdir
banner
banner