Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. febrúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Þorvaldur Sveinn í KV (Staðfest)
Þorvaldur í leik með Víkingi R. árið 2011.
Þorvaldur í leik með Víkingi R. árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
KV hefur fengið Þorvald Svein Sveinsson til liðs við sig fyrir 2. deildina í sumar.

Þorvaldur kom við sögu í Fótbolta.net mótinu með KV og hann hefur nú fengið félagaskipti.

Þorvaldur Sveinn er uppalinn hjá Víkingi en hann byrjaði 17 ára að spila með meistaraflokki félagsins í 1. deildinni. Á ferli sínum með Víkingi skoraði Þorvaldur tólf mörk í 113 deildar og bikarleikjum.

Þorvaldur er 28 ára gamall en hann getur spilað bæði í vörninni og á miðjunni.

Árin 2013 og 2014 spilaði Þorvaldur með Gróttu í 2. deildinni en hann hefur ekki spilað undanfarin tvö tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner