Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. mars 2017 09:00
Magnús Már Einarsson
Neymar til Man Utd á metfé?
Powerade
Neymar er orðaður við Manchester United.
Neymar er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Alexis er áfram orðaður við önnur félög.
Alexis er áfram orðaður við önnur félög.
Mynd: Getty Images
Southampton vill fá Mamadou Sakho.
Southampton vill fá Mamadou Sakho.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er mættur á þessum fína þriðjudegi. Fullt af alls konar kjaftasögum í gangi fyrir sumarið!



Manchester United er tilbúið að borga 173 milljóna punda riftunarverð í samningi Neymar (25) og borga honum 416 þúsund pund í laun á viku ef hann kemur til félagsins frá Barcelona. (Sport)

Alexis Sanchez (28) gæti farið frá Arsenal til Bayern í sumar. (Sport)

Chelsea er opið fyrir því að leyfa Eden Hazard (26) að fara til Real Madrid í sumar. (Marca)

Southampton er tilbúið að borga 20 milljónir punda fyrir Mamadou Sakho (27), varnarmann Liverpool, en hann hefur staðið sig vel á láni hjá Crystal Palace. (Daily Mirror)

Tiemou Bakayoko (22), miðjumaður Monaco, hitti Arsene Wenger stjóra Arsenal á hóteli í París í fyrra. Bakayoko ákvað hins vegar að hafna Arsenal en hann er nú sagður á leið til Chelsea. (France Football)

Everton er að skoða Cyle Larin (21), framherja Orlando City, en félagið er að leita að arftaka Romelu Lukaku (23) sem neitar að gera nýjan samning. (Sun)

Arsenal hefur áhuga á Rui Patricio (29), markverði Sporting Lisabon, en hann á að fylla skarð Petr Cech (34). (The Sun)

Claudio Bravo (33) segist ánægður hjá Manchester City þrátt fyrir sögusagnir um að félagið vilji losa sig við hann. (Daily Telegraph)

Thierry Henry, fyrrum fyrirliði Arsenal, útilokar ekki að taka við liðinu af Arsene Wenger. (Canal+)

Max Meyer, miðjumaður Schalke, segir að það séu 50% líkur á að hann fari frá félaginu í sumar. Max hefur verið orðaður við Tottenham. (Daily Mirror)

Chelsea vonast til að krækja í Billy Gilmour (15), miðjumann Rangers, en fleiri félög hafa áhuga. (Daily Mail)

Louis van Gaal gæti tekið við hollenska landsliðinu eftir að Danny Blind var rekinn. (Independent)

N'Golo Kante (25), miðjumaður Chelsea, segist hafa viljað fara frekar til Marseille áður en hann samdi við Leicester árið 2015. (Canal+)

Manchester United er í viðræðum við Will Vint (15), miðjumann Everton. Vint er sonur stjórnarmanns hjá Everton. (Daily Mail)

Franck Ribery (33) segist hafa hafnað Chelsea, Barcelona og Real Madrid áður en hann gerði nýjan samning við Bayern. (Metro)

Manchester United verður mögulega án sjö leikmanna gegn WBA á laugardaginn. Zlatan Ibrahimovic og Ander Herrera eru í banni. Phil Jones, Chris Smalling, Paul Pogba, Marouane Fellaini og Wayne Rooney eru síðan allir að glíma við meiðsli. (Metro).

Liverpool hefur leigt einkaflugvél til að koma Philippe Coutinho og Roberto Firmino sem fyrst aftur til Englands eftir landsliðsverkefni með Brasilíu. Liverpool mætir Everton á laugardaginn. (Guardian)

Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren vill fá landa sinn Ivan Perisic (28) til Liverpool frá Inter. (Daily Express)

Jesus Navas (31), kantmaður Manchester City, er á óskalista Sevilla. (Daily Mirror)

Moussa Sissoko (27) segist ekki vilja fara frá Tottenham þrátt fyrir að hafa ekki náð að festa sig í sessi í liðinu síðan hann kom frá Newcastle. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner