Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. mars 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars: Ekki margir í heiminum sem geta tekið menn á
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, segir of mikið um það að fótboltamenn vilji fá boltann í fætur og búa eitthvað til í stað þess að taka hlaup inn fyrir vörnina. Arnar segir að alltof margir leikmenn á Íslandi leiti einungis eftir því að fá bolta í fætur og það byrji í yngri flokkunum.

Arnar talaði um þetta út frá umræðu um íslenska landsliðið í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn.

„Það er mikið verið að hrósa leikmönnum fyrir að klappa boltanum og sóla 1, 2 og 3. Það er flott að geta það en þegar þú ert kominn í annan eða þriðja flokk þá þarf að hamra frekar á því að í alvöru fótbolta er spilað í einum eða tveimur snertingum," sagði Arnar.

„Það eru ekki margir leikmenn í heiminum sem geta tekið menn á. Þú ert með Messi, Ronaldo, Neymar og nokkra leikmenn en þeir eru ekki margir. Í íslenska landsliðinu. Hverjir eru að sóla og taka menn á? Þeir eru ekki rosalega margir. Það eru 1-2 leikmenn í hverju liði sem geta tekið menn á."

„Þetta er svo taktískur leikur í dag að þú ert alltaf með tvöföldun ef þú ert með leikmann sem getur tekið menn á. Við munum það þegar Arjen Robben spilaði gegn Íslandi hér heima, það voru alltaf tveir eða þrír á honum og hann gat ekki sólað."

„Það þarf líka að fá bolta í svæði. Bestu lið í heimi, eins og Brasilía, spila rosalega oft í svæði. Þau spila ekki alltaf í fætur. Þau spila fram og þú hleypur á boltann. Það er svo erfitt að dekka þannig."


Sjá einnig:
Landsliðshringborð - Arnar Grétars gerir upp leikinn gegn Kosóvó
Athugasemdir
banner